Vésteinn setur alla pressuna á Slóvenann og er ekki á móti rigningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 16:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna gulli og silfri á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra. Getty/Maja Hitij Ísland á ekki bara Guðna Val Guðnason í úrslitum kringlukastsins á EM í frjálsum í kvöld heldur er íslenski þjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson með tvo menn í úrslitunum. Mennirnir hans Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í fyrra en Vésteinn segir að slóvenski heimsmeistarinn Kristjan Ceh sé langsigurstranglegastur í úrslitunum í kvöld. Kristjan Ceh varð heimsmeistari í Eugene í Bandaríkjunum í júlí með kast upp á 71,13 metra en þá voru strákarnir hans Vésteins í fjórða (Ståhl) og fimmta sæti (Pettersson). Það er búist við rigningu í München í kvöld og Vésteinn grætur það ekkert. Hann segir að þeir Daniel og Simon hafi undirbúið sig fyrir bleytuna. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) „Kristjan Ceh er betri en allir aðrir og hefur verið það allt þetta ár. Hinir fimm munu keppa um silfur og brons,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson við Radiosporten. „Ef það byrjar að rigna þá getur þetta farið í allar áttir. Við erum samt hrifnir af því að fá rigningu af því að við höfum undirbúið okkur vel fyrir það,“ sagði Vésteinn. „Ég hef væntingar til þess að Daniel komist á pall en það verður erfiðara fyrir Simon,“ sagði Vésteinn. Í undankeppninni þá kastaði Kristjan Ceh lengst eða 69,06 metra en Litháinn Andrius Gudzius Mykolas Alekna var næstur með kast upp á 66,70 metra. Daniel var þriðji með 65,49 metra kast en Simon var tíundi með 63,39 metra kast. Guðni Valur kastaði 61,80 metra og var tólfti og síðastur inn í úrslitin. Keppnin í kvöld hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma og verður fylgst með henni á Vísi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Mennirnir hans Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í fyrra en Vésteinn segir að slóvenski heimsmeistarinn Kristjan Ceh sé langsigurstranglegastur í úrslitunum í kvöld. Kristjan Ceh varð heimsmeistari í Eugene í Bandaríkjunum í júlí með kast upp á 71,13 metra en þá voru strákarnir hans Vésteins í fjórða (Ståhl) og fimmta sæti (Pettersson). Það er búist við rigningu í München í kvöld og Vésteinn grætur það ekkert. Hann segir að þeir Daniel og Simon hafi undirbúið sig fyrir bleytuna. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) „Kristjan Ceh er betri en allir aðrir og hefur verið það allt þetta ár. Hinir fimm munu keppa um silfur og brons,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson við Radiosporten. „Ef það byrjar að rigna þá getur þetta farið í allar áttir. Við erum samt hrifnir af því að fá rigningu af því að við höfum undirbúið okkur vel fyrir það,“ sagði Vésteinn. „Ég hef væntingar til þess að Daniel komist á pall en það verður erfiðara fyrir Simon,“ sagði Vésteinn. Í undankeppninni þá kastaði Kristjan Ceh lengst eða 69,06 metra en Litháinn Andrius Gudzius Mykolas Alekna var næstur með kast upp á 66,70 metra. Daniel var þriðji með 65,49 metra kast en Simon var tíundi með 63,39 metra kast. Guðni Valur kastaði 61,80 metra og var tólfti og síðastur inn í úrslitin. Keppnin í kvöld hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma og verður fylgst með henni á Vísi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti