Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:28 Auður Alfa Ólafsdóttir gagnrýnir laun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði. Það sé óásættanlegt að þau séu margföld lágmarkslaun. Á sama tíma hafi verð á mat og drykk hækkað um ríflega átta prósent milli ára. ASÍ/Vísir/Vilhelm ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir.
„Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún.
Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30