Boðar formlega til opins fundar klukkan 16 Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 08:36 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Kristrún segir í tilkynningu, sem send var á fjölmiðla í morgun, að hún vilji á fundinum segja frá því „hvernig [hún] telji að endurvekja [megi] von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“ Í tilkynningunni segir hún þó ekki berum orðum að hún muni bjóða sig fram til formanns. Þó er haft eftir henni að frá því að hún hafi verið kjörin á Alþingi hafi hún haldið fjölda opinna funda vítt og breitt um landið. „Ég vil sækja mér efnivið og innblástur beint til fólksins sem ég starfa fyrir. Það er ekki gert úr ræðustól heldur með samtölum í augnhæð,“ segir Kristrún sem hélt síðasta vor í fundaferð um landið og hélt 37 fundi undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina. „En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum. Nú vil ég segja frá hvernig ég tel að megi endurvekja von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur. Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu,“ segir Kristrún. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í júní að hann myndi láta af störfum sem formaður, eftir að hafa gegnt embættinu frá í október 2016. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, útilokaði í gærmorgun framboð til formanns. Kristrún ehfur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún stöðu aðalhagfræðings Kviku banka frá 2018 til 2021. Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. og 29. október á Grand Hótel í Reykjavík. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24 Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Kristrún segir í tilkynningu, sem send var á fjölmiðla í morgun, að hún vilji á fundinum segja frá því „hvernig [hún] telji að endurvekja [megi] von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“ Í tilkynningunni segir hún þó ekki berum orðum að hún muni bjóða sig fram til formanns. Þó er haft eftir henni að frá því að hún hafi verið kjörin á Alþingi hafi hún haldið fjölda opinna funda vítt og breitt um landið. „Ég vil sækja mér efnivið og innblástur beint til fólksins sem ég starfa fyrir. Það er ekki gert úr ræðustól heldur með samtölum í augnhæð,“ segir Kristrún sem hélt síðasta vor í fundaferð um landið og hélt 37 fundi undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina. „En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum. Nú vil ég segja frá hvernig ég tel að megi endurvekja von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur. Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu,“ segir Kristrún. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í júní að hann myndi láta af störfum sem formaður, eftir að hafa gegnt embættinu frá í október 2016. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, útilokaði í gærmorgun framboð til formanns. Kristrún ehfur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún stöðu aðalhagfræðings Kviku banka frá 2018 til 2021. Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 28. og 29. október á Grand Hótel í Reykjavík.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24 Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. 18. ágúst 2022 12:24
Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18. ágúst 2022 06:40