Houiller deildi myndbandinu af eldgosinu á Instagram í kvöld. Ljóst er að hann flaug drónanum nánast eins nálægt eldgosinu sjálfu og hægt er að komast, án þess að glata drónanum í það minnsta.
Til að ná myndbandinu flaug hann drónanum yfir hraunánna sem flæðir frá gígnum alveg að gígnum sjálfum. Þar flaug hann yfir glóandi hrauntungurnar, hálfhring í kringum gíginn og aftur til baka.
Eins og sjá má vefmyndavél Vísis heldur eldgosið áfram að malla, þó að nokkuð hafi dregið úr krafti þess frá því að það hófst fyrir um tveimur vikum síðan.