Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 14:01 Þetta fólk stýrði sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu árið 2021 og fékk allt rúmlega tvær milljónir króna á mánuði fyrir. Mennirnir tveir til vinstri fengu rúmlega þrjár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar til sautján ára, var tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins í fyrra með ríflega 3,2 milljónir króna á mánuði, að því er segir í tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fylgir honum fast á hæla með þrettán þúsund krónum minna í tekjur. Í þriðja sæti listans yfir sveitarstjórnarmenn er Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi í Garðabæ, með tæplega 2,9 milljónir króna á mánuði. Það þýðir þó ekki að Garðabær greiði almennum bæjarfulltrúum ofurlaun. Gunnar Valur kom nýr inn í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og hafði fyrir það verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku ehf. Tuttugu launahæstu sveitarstjórnarmenn landsins í þúsundum króna talið Gunnar Einarsson, fv. bæjarstj. Garðabæ -3.224 Dagur B Eggertsson, borgarstjóri - 3.211 Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Garðabæ - 2.866 Halla Björk Reynisdóttir, fors. bæjarstj. Akureyrar - 2.620 Magnús Örn Guðmundsson, fv. forseti bæjarstj. Seltjarnarnes. - 2.574 Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstj. Fjarðabyggðar - 2.478 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness - 2.389 Aldís Hafsteinsdóttir, fv. bæjarstj. í Hveragerði - 2.329 Ármann Kristinn Ólafsson, fv. bæjarstj. Kópavogi - 2.329 Haraldur Sverrisson, fv. bæjarstj. Mosfellsbæjar - 2.292 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstj. Reykjanesbæ - 2.272 Regína Ásvaldsdóttir, fv. bæjarstj. Akranesi - 2.264 Jóhann Friðrik Friðriksson, fv. forseti bæjarstj. Reykjanesb. - 2.243 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstj. Akureyri - 2.187 Ásgerður Halldórsdóttir, fv. bæjarstj. Seltjarnarnesi - 2.134 Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgj. í sv.stj. málum - 2.132 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari - 2.130 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði - 2.108 Kristinn Jónasson, bæjarstj. í Snæfellsbæ - 2.044 Birgir Gunnarsson, fv. bæjarstjóri Ísafjarðabæjar - 2.043 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Kjaramál Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira