Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 11:02 Andrea Kolbeinsdóttur hefur slegið nokkur Íslandsmet og unnið hvert hlaupið á eftir öðru. Aðsent Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. g„Það er eitthvað við það að ögra sjálfum sér og fara út fyrir þægindarammann,“ segir Andrea um hlaupaáhugann. Hún var virk í íþróttum sem barn og var byrjuð að hlaupa um tólf ára aldur. Hún segir að hlaupin séu gefandi og er dugleg að setja sér krefjandi markmið. „Það er ekkert betra en að koma í mark og ná markmiðunum sínum,“ segir Andrea í viðtali í Ísland í dag. Alltaf verið náttúrubarn Hún á nú 16 virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea er búin að setja nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. „Ég er ótrúlega mikið náttúrubarn og hef alltaf haft gaman af útivist,“ segir Andrea um það hvernig áhuginn á utanvegahlaupum kviknaði. Laugavegshlaupið er svokölluð árshátíð hlaupara en þar hlaupa flottustu hlauparar landins 55 km þar sem þau byrja í landmannalaugum og enda í þórsmörk. Andrea er eina konan sem hefur náð að hlaupa Laugavegshlaupið undir fimm tímum. Í ár var hún fyrst kvenna í mark á tímanum 04:33:07. Í viðtalinu er hún meðal annars spurð út í það að hún sást drekka Monster orkudrykk áður en hún hljóp af stað. „Ég drekk ekki mikið af koffín drykkjum og er almennt að hugsa um heilsuna og borða hollt. Í fyrra var ég ósofin fyrir hlaupið og það var í fyrsta skipti sem ég keypti mér orkudrykk.“ Varð betri hlaupari eftir meiðslin Í viðtalinu opnaði hún sig um áskorun sem hún þurfti að kljást við á ferlinum þegar hún fékk álagsbrot á ristina árið 2018. „Ég var ótrúlega lengi að greinast, þetta var bara lítil sprunga.“ Andrea hljóp lengi með fótinn brotinn og þetta urðu því mjög þrálát meiðsli. „En þetta kenndi mér ógeðslega mikið, eins og að hlusta á líkamann.“ Í þessum meiðslum harkaði hún af sér og notaði verkjalyf og lærði að gera það aldrei aftur. „Ég er orðin betri hlaupari eftir meiðslin“ Innslagið má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Hlaup Orkudrykkir Tengdar fréttir Andrea og Arnar unnu Laugavegshlaupið Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum. 16. júlí 2022 14:30 Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17. júlí 2021 15:45 Andrea bætti sinn besta árangur í Póllandi Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. 17. október 2020 13:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
g„Það er eitthvað við það að ögra sjálfum sér og fara út fyrir þægindarammann,“ segir Andrea um hlaupaáhugann. Hún var virk í íþróttum sem barn og var byrjuð að hlaupa um tólf ára aldur. Hún segir að hlaupin séu gefandi og er dugleg að setja sér krefjandi markmið. „Það er ekkert betra en að koma í mark og ná markmiðunum sínum,“ segir Andrea í viðtali í Ísland í dag. Alltaf verið náttúrubarn Hún á nú 16 virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea er búin að setja nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. „Ég er ótrúlega mikið náttúrubarn og hef alltaf haft gaman af útivist,“ segir Andrea um það hvernig áhuginn á utanvegahlaupum kviknaði. Laugavegshlaupið er svokölluð árshátíð hlaupara en þar hlaupa flottustu hlauparar landins 55 km þar sem þau byrja í landmannalaugum og enda í þórsmörk. Andrea er eina konan sem hefur náð að hlaupa Laugavegshlaupið undir fimm tímum. Í ár var hún fyrst kvenna í mark á tímanum 04:33:07. Í viðtalinu er hún meðal annars spurð út í það að hún sást drekka Monster orkudrykk áður en hún hljóp af stað. „Ég drekk ekki mikið af koffín drykkjum og er almennt að hugsa um heilsuna og borða hollt. Í fyrra var ég ósofin fyrir hlaupið og það var í fyrsta skipti sem ég keypti mér orkudrykk.“ Varð betri hlaupari eftir meiðslin Í viðtalinu opnaði hún sig um áskorun sem hún þurfti að kljást við á ferlinum þegar hún fékk álagsbrot á ristina árið 2018. „Ég var ótrúlega lengi að greinast, þetta var bara lítil sprunga.“ Andrea hljóp lengi með fótinn brotinn og þetta urðu því mjög þrálát meiðsli. „En þetta kenndi mér ógeðslega mikið, eins og að hlusta á líkamann.“ Í þessum meiðslum harkaði hún af sér og notaði verkjalyf og lærði að gera það aldrei aftur. „Ég er orðin betri hlaupari eftir meiðslin“ Innslagið má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Hlaup Orkudrykkir Tengdar fréttir Andrea og Arnar unnu Laugavegshlaupið Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum. 16. júlí 2022 14:30 Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17. júlí 2021 15:45 Andrea bætti sinn besta árangur í Póllandi Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. 17. október 2020 13:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Andrea og Arnar unnu Laugavegshlaupið Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum. 16. júlí 2022 14:30
Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17. júlí 2021 15:45
Andrea bætti sinn besta árangur í Póllandi Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. 17. október 2020 13:00