Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 11:05 Elínborg verður í hjólastól það sem eftir er. Bylgjan Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira