„Létt kast og þægilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 10:00 Hilmar Örn Jónsson öskrar á eftir sleggjunni eftir kast á Evrópumótinu í München í dag þar sem hann vann sig inn í úrslit með frábæru kasti í þriðju og síðustu tilraun. Getty/Patrick Smith „Ég vissi að ég myndi gera þetta,“ sagði Hilmar Örn Jónsson eftir að hafa kastað sleggju 76,33 metra, eða meira en sem nemur hæð Hallgrímskirkju, þegar mest lá við á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í dag. Með kastinu kom Hilmar sér inn í úrslit á EM, fyrstur Íslendinga í sleggjukasti á stórmóti, og varð hann sjöundi inn í úrslitin. Þau fara fram snemma kvölds á morgun. Í viðtali við RÚV strax eftir árangurinn í München í dag kvaðst Hilmar ekki hafa komið sjálfum sér á óvart, þó að um væri að ræða besta kast hans á árinu. „Ég vissi að ég myndi gera þetta. Ég var eiginlega búinn að vita það í allan morgun og þurfti bara að framkvæma það. Ég er ánægður en ekki hissa,“ sagði Hilmar í samtali við RÚV. Hann vann sig inn í úrslitin með þriðja og síðasta kasti sínu í morgun. Hér er kastið sem skilaði Hilmari í úrslit. Sætið hans í úrslitum er orðið endanlega staðfest. Nú er bara að vona það sama hjá Guðna Val í kringlukastinu á eftir. https://t.co/YtVxWZRzlI— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) August 17, 2022 „Ég byrjaði frekar illa, á ekkert spes kast, en fann samt að það var nóg inni í því. Svo fór ég og talaði aðeins við þjálfarann minn, við fórum yfir málin, og ég þurfti bara að framkvæma betri köst. Ég reyndi það í annarri og þriðju tilraun og sú þriðja fór lengst,“ sagði Hilmar sem kvaðst strax hafa fundið það að þriðja og síðasta kastið hans myndi duga til að komast í úrslit: „Já, ég held það. Þetta var létt kast og þægilegt, sem eru yfirleitt bestu köstin, og það bara flaug.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Með kastinu kom Hilmar sér inn í úrslit á EM, fyrstur Íslendinga í sleggjukasti á stórmóti, og varð hann sjöundi inn í úrslitin. Þau fara fram snemma kvölds á morgun. Í viðtali við RÚV strax eftir árangurinn í München í dag kvaðst Hilmar ekki hafa komið sjálfum sér á óvart, þó að um væri að ræða besta kast hans á árinu. „Ég vissi að ég myndi gera þetta. Ég var eiginlega búinn að vita það í allan morgun og þurfti bara að framkvæma það. Ég er ánægður en ekki hissa,“ sagði Hilmar í samtali við RÚV. Hann vann sig inn í úrslitin með þriðja og síðasta kasti sínu í morgun. Hér er kastið sem skilaði Hilmari í úrslit. Sætið hans í úrslitum er orðið endanlega staðfest. Nú er bara að vona það sama hjá Guðna Val í kringlukastinu á eftir. https://t.co/YtVxWZRzlI— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) August 17, 2022 „Ég byrjaði frekar illa, á ekkert spes kast, en fann samt að það var nóg inni í því. Svo fór ég og talaði aðeins við þjálfarann minn, við fórum yfir málin, og ég þurfti bara að framkvæma betri köst. Ég reyndi það í annarri og þriðju tilraun og sú þriðja fór lengst,“ sagði Hilmar sem kvaðst strax hafa fundið það að þriðja og síðasta kastið hans myndi duga til að komast í úrslit: „Já, ég held það. Þetta var létt kast og þægilegt, sem eru yfirleitt bestu köstin, og það bara flaug.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti