Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 07:30 Grínistinn Elon Musk. Dimitrios Kambouris/Getty Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru eigendur þeirra, Glazer-fjölskyldan, mögulega að toppa sig í óvinsældum um þessar mundir. Mikið andúð hefur ríkt í garð eigendanna síðan fjölskyldan keypti félagið og steypti því í skuldir. Stuðningsfólk Man United bíður í ofvæni eftir nýjum eigendum og því hafa eflaust mörg þeirra hoppað hæð sína er Musk sagðist ætla að kaupa félagið en ljóst er að hann hefur efni á því. Musk, sem er enn í málaferlum við Twitter þar sem hann ætlaði sér að kaupa samfélagsmiðilinn en hætti svo við, grínaðist með þetta á Twitter. Also, I m buying Manchester United ur welcome— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Eftir að segja „Til að taka allan vafa af, ég styð vinstri hluta Repúblikanaflokksins og hægri hluta Demókrataflokksins“ þá bætti Musk við: „Einnig er ég að festa kaup á Manchester United. Verði ykkur að því.“ Lét Musk ummælin standa og hefur meira en hálf milljón líkað við það þegar þetta er skrifað. Musk viðurkenndi þó að hann væri að grínast er hann var spurður hvort honum væri alvara. Although, if it were any team, it would be Man U. They were my fav team as a kid.— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 „Nei, þetta er brandari sem hefur verið lengi í gangi á Twitter, ég er ekki að fara kaupa íþróttalið … ef ég myndi hins vegar kaupa íþróttalið þá væri það Man United. Þeir voru uppáhaldsliðið mitt þegar ég var krakki.“ „Uppistand er aukavinnan mín,“ sagði hinn 51 árs gamli Musk að endingu og hefur ekki tíst síðan. Standup is my side-hustle— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48 Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru eigendur þeirra, Glazer-fjölskyldan, mögulega að toppa sig í óvinsældum um þessar mundir. Mikið andúð hefur ríkt í garð eigendanna síðan fjölskyldan keypti félagið og steypti því í skuldir. Stuðningsfólk Man United bíður í ofvæni eftir nýjum eigendum og því hafa eflaust mörg þeirra hoppað hæð sína er Musk sagðist ætla að kaupa félagið en ljóst er að hann hefur efni á því. Musk, sem er enn í málaferlum við Twitter þar sem hann ætlaði sér að kaupa samfélagsmiðilinn en hætti svo við, grínaðist með þetta á Twitter. Also, I m buying Manchester United ur welcome— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Eftir að segja „Til að taka allan vafa af, ég styð vinstri hluta Repúblikanaflokksins og hægri hluta Demókrataflokksins“ þá bætti Musk við: „Einnig er ég að festa kaup á Manchester United. Verði ykkur að því.“ Lét Musk ummælin standa og hefur meira en hálf milljón líkað við það þegar þetta er skrifað. Musk viðurkenndi þó að hann væri að grínast er hann var spurður hvort honum væri alvara. Although, if it were any team, it would be Man U. They were my fav team as a kid.— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 „Nei, þetta er brandari sem hefur verið lengi í gangi á Twitter, ég er ekki að fara kaupa íþróttalið … ef ég myndi hins vegar kaupa íþróttalið þá væri það Man United. Þeir voru uppáhaldsliðið mitt þegar ég var krakki.“ „Uppistand er aukavinnan mín,“ sagði hinn 51 árs gamli Musk að endingu og hefur ekki tíst síðan. Standup is my side-hustle— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48 Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11
Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01