Guggan komin heim en er ekki lengur gul Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 11:35 Guðbjörgin gamla, nú Snæfell, við festar á Akureyri. Aflafréttir/Gísli Reynisson Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá. Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd. Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd.
Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira