Guggan komin heim en er ekki lengur gul Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 11:35 Guðbjörgin gamla, nú Snæfell, við festar á Akureyri. Aflafréttir/Gísli Reynisson Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá. Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd. Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd.
Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira