Sigurður Heiðar: „Skorti hugrekki og trú þegar á hólminn var komið" Hjörvar Ólafsson skrifar 15. ágúst 2022 23:01 Sigurður Heiðar Höskuldsson var missáttur við frammistöðu lærisveina sinna hjá Leikni Reykjavík þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Fram í Bestu deild karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. „Við fáum blautar tuskur í andlitið á okkur í upphafi beggja hálfleikja en mér fannst við flottir í fyrri hálfleik. Orkustigið og skipulagið var gott í fyrri hálfleik og jafnræði með liðunum. Fyrsta markið sem við fáum á okkur var slysalegt og ekkert við því að gera," sagði Sigurður Heiðar súr en upplitsdjarfur. „Mér fannst uppleggið okkar vera að virka vel og þeir voru ekki að skapa sér nein teljandi færi framan af leik. Við svo sem óðum ekkert í færum heldur en leikurinn var bara í góðu jafnvægi í fyrri hálfleik," sagði hann enn fremur. „Eftir að þeir skora tvö mörk með skömmu millibili fer þetta að slitna hjá okkur og síðasti hálftíminn var ekki góður af okkar hálfu. Mér fannst spilamennskan heilt yfir einkennast af því að við höfum verið í brasi. Það skorti trú á allar aðgerðir, við þorðum ekki að halda í boltann og taka menn á og taka frumkvæðið í leiknum. Við verðum að laga það í framahaldinu. Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum að spila án sjö lykilleikmanna hér í kvöld og Óttar Bjarni gat bara spilað hálfleik vegna höfuðmeiðsla sinna. Við munum endurheimta eitthvað af þeim leikmönnum sem voru fjarverandi í kvöld í næsta leik og þá þéttist hópurinn," sagði hann um leikinn í kvöld og næstu bardaga. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
„Við fáum blautar tuskur í andlitið á okkur í upphafi beggja hálfleikja en mér fannst við flottir í fyrri hálfleik. Orkustigið og skipulagið var gott í fyrri hálfleik og jafnræði með liðunum. Fyrsta markið sem við fáum á okkur var slysalegt og ekkert við því að gera," sagði Sigurður Heiðar súr en upplitsdjarfur. „Mér fannst uppleggið okkar vera að virka vel og þeir voru ekki að skapa sér nein teljandi færi framan af leik. Við svo sem óðum ekkert í færum heldur en leikurinn var bara í góðu jafnvægi í fyrri hálfleik," sagði hann enn fremur. „Eftir að þeir skora tvö mörk með skömmu millibili fer þetta að slitna hjá okkur og síðasti hálftíminn var ekki góður af okkar hálfu. Mér fannst spilamennskan heilt yfir einkennast af því að við höfum verið í brasi. Það skorti trú á allar aðgerðir, við þorðum ekki að halda í boltann og taka menn á og taka frumkvæðið í leiknum. Við verðum að laga það í framahaldinu. Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum að spila án sjö lykilleikmanna hér í kvöld og Óttar Bjarni gat bara spilað hálfleik vegna höfuðmeiðsla sinna. Við munum endurheimta eitthvað af þeim leikmönnum sem voru fjarverandi í kvöld í næsta leik og þá þéttist hópurinn," sagði hann um leikinn í kvöld og næstu bardaga.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira