Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 19:29 Hannes Þór Halldórsson er einn þeirra fjölmörgu sem ætla að hlaupa til styrktar Klöru. Aðsend Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri í byrjun júní í fyrra. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Klara, sem þá var sex ára, endaði á gjörgæslu. Í fréttatilkynningu frá góðgerðarfélaginu segir að síðastliðið ár hafi reynt mikið á Klöru og fjölskyldu hennar. Hún varð fyrir miklum heilaáverka í slysinu sem gerið það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Á þessu heila ári hefur hreyfigeta hennar tekið litlum og hægum framförum dag hvern og það sama má segja um minnið en því miður sjá læknar ekki fram á að hún nái fullri endurheimt. „Það er gott og í raun nauðsynlegt að eiga góða að en alls 29 hlauparar hafa nú skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa,“ segir i tilkynningu. Meðal hlaupara eru leikstjórinn og landsliðsmarkmaðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir, fyrrverandi Inspector Scholae Menntaskólans í Reykjavík og frænka Klöru litlu. Sá sem safnaði mestu í fyrra hleypur fyrir Klöru Þá er Fannar Guðmundsson einnig meðal þeirra sem hlaupa til styrktar Klöru. Í fyrra hljóp hann til styrktar vökudeild Barnaspítala Hringsins. Sonur hans, Theodór Máni heitinn, lést í október í fyrra rúmlega eins árs gamall eftir erfiða baráttu við alvarlegan erfðasjúkdóm. Enginn safnaði meiri pening en Fannar Guðmundsson í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.Aðsend Fannar hafði að markmiði að safna einni milljón króna fyrir vökudeildina en gerði gott betur en það og safnaði mest allra hlaupara á Hlaupastyrk árið 2021, eða alls 3.360.500 krónum. „Það var ótrúlega hlý og gefandi tilfinning að geta gefið til baka á þennan hátt því Barnaspítali Hringsins og starfsfólkið þar gerðu allt sem þau gátu til að hjálpa litla stráknum mínum og veittu honum, konunni minni og mér, svo mikinn styrk í gegnum erfiða tíma. Fyrir það erum ég og konan mín ævinlega þakklát. Það sem hefur hjálpað mér mikið til að takast á við sorgina er að reima á mig hlaupaskónna og anda að mér fersku lofti og því ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja og styðja við bakið á vinahjónum mínum og litlu fallegu dóttur þeirra, Klöru,“ er haft eftir Fannari í tilkynningu. Akureyri Reykjavík Hlaup Hoppukastalaslys á Akureyri Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49 Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31 Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri í byrjun júní í fyrra. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Klara, sem þá var sex ára, endaði á gjörgæslu. Í fréttatilkynningu frá góðgerðarfélaginu segir að síðastliðið ár hafi reynt mikið á Klöru og fjölskyldu hennar. Hún varð fyrir miklum heilaáverka í slysinu sem gerið það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Á þessu heila ári hefur hreyfigeta hennar tekið litlum og hægum framförum dag hvern og það sama má segja um minnið en því miður sjá læknar ekki fram á að hún nái fullri endurheimt. „Það er gott og í raun nauðsynlegt að eiga góða að en alls 29 hlauparar hafa nú skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa,“ segir i tilkynningu. Meðal hlaupara eru leikstjórinn og landsliðsmarkmaðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir, fyrrverandi Inspector Scholae Menntaskólans í Reykjavík og frænka Klöru litlu. Sá sem safnaði mestu í fyrra hleypur fyrir Klöru Þá er Fannar Guðmundsson einnig meðal þeirra sem hlaupa til styrktar Klöru. Í fyrra hljóp hann til styrktar vökudeild Barnaspítala Hringsins. Sonur hans, Theodór Máni heitinn, lést í október í fyrra rúmlega eins árs gamall eftir erfiða baráttu við alvarlegan erfðasjúkdóm. Enginn safnaði meiri pening en Fannar Guðmundsson í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.Aðsend Fannar hafði að markmiði að safna einni milljón króna fyrir vökudeildina en gerði gott betur en það og safnaði mest allra hlaupara á Hlaupastyrk árið 2021, eða alls 3.360.500 krónum. „Það var ótrúlega hlý og gefandi tilfinning að geta gefið til baka á þennan hátt því Barnaspítali Hringsins og starfsfólkið þar gerðu allt sem þau gátu til að hjálpa litla stráknum mínum og veittu honum, konunni minni og mér, svo mikinn styrk í gegnum erfiða tíma. Fyrir það erum ég og konan mín ævinlega þakklát. Það sem hefur hjálpað mér mikið til að takast á við sorgina er að reima á mig hlaupaskónna og anda að mér fersku lofti og því ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja og styðja við bakið á vinahjónum mínum og litlu fallegu dóttur þeirra, Klöru,“ er haft eftir Fannari í tilkynningu.
Akureyri Reykjavík Hlaup Hoppukastalaslys á Akureyri Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49 Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59 Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31 Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. 2. júlí 2021 10:49
Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. 2. júlí 2021 16:59
Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 18:31
Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. 5. október 2021 21:00