Besta upphitun fyrir 13. umferð: Labbaði inn á slysó en kom út í gifsi og hjólastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 15:30 Bergdís Fanney Einarsdóttir spilar ekki meira á þessu tímabili vegna meiðsla. Hún sagði frá því þegar hún ökklabrotnaði. S2 Sport Guðlaug Jónsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir þrettándu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Upphitunarþáttinn má nú finna hér á Vísi en umferðin er óvenjuleg því tveir fyrstu leikir hennar fóru fram í júlímánuði. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni. Frestanir vegna Evrópuleikja Vals og Breiðabliks bitna sérstaklega illa á KR-konum því leik þeirra á móti Vals í næstu umferð var einnig frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að KR liðið, sem spilaði síðast 9. ágúst síðastliðinn spilar ekki aftur fyrr en 12. september. Eftir fjórtándu umferðina tekur nefnilega við landsleikfrí þar sem íslenska landsliðið er að klára undankeppni sína fyrir HM. „Við erum með KR-upphitun í dag því við höfum ekki verið með KR-ing áður í setti,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bergdís Fanney Einarsdóttir varð fyrir því óláni að ökklabrotna í fyrsta leik eftir EM-hlé og missir því af restinni af tímabilinu. „Við spilum þarna fyrsta leik eftir hlé og þar brotna ég. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir helgina. Ég hélt að þetta væri slæm tognun og ákvað bara að fara heim og kæla. Svo fannst mér bólgan ekki hafa hjaðnað vel og fór upp á slysó. Ég keyrði sjálf þangað og labbaði inn með eina hækju en kom út í gifsi og í hjólastól,“ sagði Bergdís Fanney Einarsdóttir. „Viku seinna fór ég í aðgerð og núna er ég sex skrúfum og einni plötu ríkari. Það er hægt að taka pinnana út eftir tíu til tólf vikur þegar liðbandið er orðið nógu gott. Það var víst orðið eitthvað lélegt eftir að maður var búin að labba á þessu,“ sagði Bergdís Fanney. „Það getur verið erfitt að horfa á liðið sitt ströggla og geta ekki hjálpað því. Maður þarf bara að halda í jákvæðnina og vera til staðar þegar maður getur og hvetja þær áfram. Ég veit að það býr fullt í þessu liði,“ sagði Bergdís. Það má horfa á allt spjallið við Bergdísi og Guðlaugu hér fyrir ofan. Þær ræða þær ýmislegt og velta fyrir sér leikjunum í Bestu deildinni annað kvöld. Leikirnir eru Þróttur R.-ÍBV, Selfoss-Þór/KA og Afturelding- Keflavík. Klippa: Besta upphitunin fyrir 13. umferð: Guðlaug og Bergdís Fanney Besta deild kvenna KR Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Upphitunarþáttinn má nú finna hér á Vísi en umferðin er óvenjuleg því tveir fyrstu leikir hennar fóru fram í júlímánuði. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni. Frestanir vegna Evrópuleikja Vals og Breiðabliks bitna sérstaklega illa á KR-konum því leik þeirra á móti Vals í næstu umferð var einnig frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að KR liðið, sem spilaði síðast 9. ágúst síðastliðinn spilar ekki aftur fyrr en 12. september. Eftir fjórtándu umferðina tekur nefnilega við landsleikfrí þar sem íslenska landsliðið er að klára undankeppni sína fyrir HM. „Við erum með KR-upphitun í dag því við höfum ekki verið með KR-ing áður í setti,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bergdís Fanney Einarsdóttir varð fyrir því óláni að ökklabrotna í fyrsta leik eftir EM-hlé og missir því af restinni af tímabilinu. „Við spilum þarna fyrsta leik eftir hlé og þar brotna ég. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir helgina. Ég hélt að þetta væri slæm tognun og ákvað bara að fara heim og kæla. Svo fannst mér bólgan ekki hafa hjaðnað vel og fór upp á slysó. Ég keyrði sjálf þangað og labbaði inn með eina hækju en kom út í gifsi og í hjólastól,“ sagði Bergdís Fanney Einarsdóttir. „Viku seinna fór ég í aðgerð og núna er ég sex skrúfum og einni plötu ríkari. Það er hægt að taka pinnana út eftir tíu til tólf vikur þegar liðbandið er orðið nógu gott. Það var víst orðið eitthvað lélegt eftir að maður var búin að labba á þessu,“ sagði Bergdís Fanney. „Það getur verið erfitt að horfa á liðið sitt ströggla og geta ekki hjálpað því. Maður þarf bara að halda í jákvæðnina og vera til staðar þegar maður getur og hvetja þær áfram. Ég veit að það býr fullt í þessu liði,“ sagði Bergdís. Það má horfa á allt spjallið við Bergdísi og Guðlaugu hér fyrir ofan. Þær ræða þær ýmislegt og velta fyrir sér leikjunum í Bestu deildinni annað kvöld. Leikirnir eru Þróttur R.-ÍBV, Selfoss-Þór/KA og Afturelding- Keflavík. Klippa: Besta upphitunin fyrir 13. umferð: Guðlaug og Bergdís Fanney
Besta deild kvenna KR Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira