Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna útsetts viðskiptavinar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 11:22 Öryggisverðir reyndu að halda fólki inni en fólkið hafði betur að lokum líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni. Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47
Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13