Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 11:26 Aung San Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar síðan í febrúar 2021. AP Photo Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum. Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum.
Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18
Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01
Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37