Utan vallar: Hugur manns er hjá þeim sem halda bæði með FH og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 10:01 Cristiano Ronaldo og Guðmundur Kristjánsson eru tveir af allra reyndustu leikmönnum Manchester United og FH en hafa líklega aldrei upplifað eins mikið mótlæti og nú. Samsett/EPA&Hulda Margrét Að vera bæði FH og Manchester United stuðningsmaður í dag er algjört kvalræði og þau hin sömu hljóta að þurfa á miklum og jákvæðum stuðningi að halda eftir enn eina martraðarhelgina. FH og Manchester United eru risastórir fótboltaklúbbar í sínum löndum og stuðningsmenn hvors félags eru vanir því að sjá lið sín berjast um titlana. Síðustu vikur hljóta því að vera einstaklega erfiðar fyrir kröfuharða stuðningsmenn þeirra því bæði eru í tómu tjóni á hinum enda töflunnar. Það er vissulega skýr krafa í bæði Kaplakrika og á Old Trafford að keppa af alvöru um alla titla og ekkert nema titilbarátta er því ásættanlegt í Manchester og Hafnarfirði. Bæði félögin upplifðu líka sannkallaða gullöld fyrir ekki svo löngu síðan. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) FH-liðið vann átta Íslandsmeistaratitla á árunum 2004 til 2016 og Manchester United vann þrettán Englandsmeistaratitla frá 1993 til 2013. Risarnir vöknuðu báðir og röðuðu inn titlunum. Að vera stuðningsmaður FH og United frá 2004 til 2013 var nær ein stanslaus sigurhátíð. Síðustu ár hafa vissulega ekki verið sigursæl hjá þessum liðum en þau hafa oftast þó verið með í baráttunni nálægt toppi deildanna. Krafan á hverju tímabili er að koma liðinu aftur á sinn rétta stað. Árið 2022 átti líka að vera ár þar sem þessi félög ætluðu sér að komast aftur í hóp bestu liðanna eftir slakt tímabil á undan. Síðustu sex deildarleikir FH 0-1 tap á móti FH 0-3 tap á móti Víkingi 0-0 jafntefli á móti Breiðabliki 0-2 tap á móti Val 0-3 tap á móti KA 1-4 tap á móti ÍBV Samtals: 1 stig úr 6 leikjum -12 í markatölu (1-13) Manchester United endaði í sjötta sæti og missti af sæti í Meistaradeildinni. FH endaði í sjötta sæti sem var versti árangur liðsins síðan að liðið endaði í sama sæti sumarið 2002. Bæði lið hafa skipt um þjálfara, Eiður Smári Guðjohnsen tók við FH liðinu af Ólafi Jóhannessyni um mitt sumar og Erik ten Hag tók við Manchester United liðinu strax eftir síðasta tímabil. Margar þjálfarabreytingar á báðum stöðum höfðu ekki borið þann árangur sem var krafist en þessir tveir þóttu líklegir til að rífa liðin aftur í gang. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Margir hugsuðu eflaust líka með sér að þetta gæti nú varla versnað. Jú, það sem þetta haust hefur sýnt okkur er að lengi getur vont versnað. Manchester United hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 1-6 og situr í neðsta sæti deildarinnar. United menn hafa í raun ekki enn skorað sjálfir eftir 180 mínútur því eina mark liðsins var sjálfsmark. Það þarf síðan að fara meira en hundrað ár aftur í tímann til að finna stjóra Manchester United sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Síðustu fjórir deildarleikir Manchester United 0-4 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-1 tap á móti Crystal Palace 1-2 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-4 tap á móti Brentford Samtals: 0 stig úr 4 leikjum -10 í markatölu (1-11) FH liðið hefur nú ekki skorað í sex deildarleikjum í röð (markið þeirra í gær var sjálfsmark hjá ÍBV) og liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með markatölunni 1-9. Síðasti sigur FH-liðsins í Bestu deildinni kom fyrir þremur mánuðum (15. maí) og þeir skoruðu síðast sjálfir í deildinni 4. júlí eða fyrir einum mánuði og tíu dögum betur. Svona til að strá salti í sárið þá er Manchester City með fullt hús á toppnum og líklegir til að vinna þriðja meisraratitilinn í röð og þann fimmta á sex árum. Hvað varðar FH þá er Ólafur Jóhannesson, þjálfari sem FH rak í júní, búinn að gerbreyta liði Valsmanna sem vann sinn þriðja leik í röð með því að rassskella Stjörnuna 6-1. Það væri því gott ef þú veist af aðila sem heldur með FH á Íslandi og Manchester United á Englandi að heyra í viðkomandi og athuga með hann. Finna eitthvað annað til að tala um en fótbolta og reyna að létta þeim lundina. Þeir þurfa svo sannarlega á einhverjum jákvæðum fréttum að halda á þessum hryllilegu tímum. Besta deild karla Enski boltinn FH Utan vallar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
FH og Manchester United eru risastórir fótboltaklúbbar í sínum löndum og stuðningsmenn hvors félags eru vanir því að sjá lið sín berjast um titlana. Síðustu vikur hljóta því að vera einstaklega erfiðar fyrir kröfuharða stuðningsmenn þeirra því bæði eru í tómu tjóni á hinum enda töflunnar. Það er vissulega skýr krafa í bæði Kaplakrika og á Old Trafford að keppa af alvöru um alla titla og ekkert nema titilbarátta er því ásættanlegt í Manchester og Hafnarfirði. Bæði félögin upplifðu líka sannkallaða gullöld fyrir ekki svo löngu síðan. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) FH-liðið vann átta Íslandsmeistaratitla á árunum 2004 til 2016 og Manchester United vann þrettán Englandsmeistaratitla frá 1993 til 2013. Risarnir vöknuðu báðir og röðuðu inn titlunum. Að vera stuðningsmaður FH og United frá 2004 til 2013 var nær ein stanslaus sigurhátíð. Síðustu ár hafa vissulega ekki verið sigursæl hjá þessum liðum en þau hafa oftast þó verið með í baráttunni nálægt toppi deildanna. Krafan á hverju tímabili er að koma liðinu aftur á sinn rétta stað. Árið 2022 átti líka að vera ár þar sem þessi félög ætluðu sér að komast aftur í hóp bestu liðanna eftir slakt tímabil á undan. Síðustu sex deildarleikir FH 0-1 tap á móti FH 0-3 tap á móti Víkingi 0-0 jafntefli á móti Breiðabliki 0-2 tap á móti Val 0-3 tap á móti KA 1-4 tap á móti ÍBV Samtals: 1 stig úr 6 leikjum -12 í markatölu (1-13) Manchester United endaði í sjötta sæti og missti af sæti í Meistaradeildinni. FH endaði í sjötta sæti sem var versti árangur liðsins síðan að liðið endaði í sama sæti sumarið 2002. Bæði lið hafa skipt um þjálfara, Eiður Smári Guðjohnsen tók við FH liðinu af Ólafi Jóhannessyni um mitt sumar og Erik ten Hag tók við Manchester United liðinu strax eftir síðasta tímabil. Margar þjálfarabreytingar á báðum stöðum höfðu ekki borið þann árangur sem var krafist en þessir tveir þóttu líklegir til að rífa liðin aftur í gang. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Margir hugsuðu eflaust líka með sér að þetta gæti nú varla versnað. Jú, það sem þetta haust hefur sýnt okkur er að lengi getur vont versnað. Manchester United hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 1-6 og situr í neðsta sæti deildarinnar. United menn hafa í raun ekki enn skorað sjálfir eftir 180 mínútur því eina mark liðsins var sjálfsmark. Það þarf síðan að fara meira en hundrað ár aftur í tímann til að finna stjóra Manchester United sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Síðustu fjórir deildarleikir Manchester United 0-4 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-1 tap á móti Crystal Palace 1-2 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-4 tap á móti Brentford Samtals: 0 stig úr 4 leikjum -10 í markatölu (1-11) FH liðið hefur nú ekki skorað í sex deildarleikjum í röð (markið þeirra í gær var sjálfsmark hjá ÍBV) og liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með markatölunni 1-9. Síðasti sigur FH-liðsins í Bestu deildinni kom fyrir þremur mánuðum (15. maí) og þeir skoruðu síðast sjálfir í deildinni 4. júlí eða fyrir einum mánuði og tíu dögum betur. Svona til að strá salti í sárið þá er Manchester City með fullt hús á toppnum og líklegir til að vinna þriðja meisraratitilinn í röð og þann fimmta á sex árum. Hvað varðar FH þá er Ólafur Jóhannesson, þjálfari sem FH rak í júní, búinn að gerbreyta liði Valsmanna sem vann sinn þriðja leik í röð með því að rassskella Stjörnuna 6-1. Það væri því gott ef þú veist af aðila sem heldur með FH á Íslandi og Manchester United á Englandi að heyra í viðkomandi og athuga með hann. Finna eitthvað annað til að tala um en fótbolta og reyna að létta þeim lundina. Þeir þurfa svo sannarlega á einhverjum jákvæðum fréttum að halda á þessum hryllilegu tímum.
Síðustu sex deildarleikir FH 0-1 tap á móti FH 0-3 tap á móti Víkingi 0-0 jafntefli á móti Breiðabliki 0-2 tap á móti Val 0-3 tap á móti KA 1-4 tap á móti ÍBV Samtals: 1 stig úr 6 leikjum -12 í markatölu (1-13)
Síðustu fjórir deildarleikir Manchester United 0-4 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-1 tap á móti Crystal Palace 1-2 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-4 tap á móti Brentford Samtals: 0 stig úr 4 leikjum -10 í markatölu (1-11)
Besta deild karla Enski boltinn FH Utan vallar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira