Kenna kirkjusöfnuðum um mislingafaraldur sem banað hefur áttatíu börnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:14 Hátt í 1100 börn hafa smitast af mislingum í Simbabve frá því í apríl ef marka má heilbrigðisráðherra landsins. Getty/Tafadzwa Ufumeli Yfirvöld í Simbabve segja kirkjusöfnuðum um að kenna að áttatíu börn hafi látist úr mislingum síðan í apríl. Sjúkdómurinn hefur breiðst út um Simbabve undanfarnar mánuði og tæp sjö prósent þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn hafa látist úr honum. Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt. Simbabve Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt.
Simbabve Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira