Eitt mótsmet féll á bikarkeppni FRÍ Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 16:45 . Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR, setti mótsmet í sleggjukasti með því að kasta sleggjunni 60,94 metra. mynd/ioc photos Bikarkeppni FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands, fór fram í dag þar sem keppt var í 20 mismunandi greinum í hlaupi, stökki, kasti og varpi. Eitt mótsmet féll í sleggjukasti kvenna. FH-ingar unnu flest gullverðlaun á mótinu, alls 12 talsins. ÍR vann 5 gullverðlaun á mótinu en þar á eftir komu Blikar með 3 gull. Sigurvegarar í öllum greinum eru hér að neðan. Stökk Elías Óli Hilmarsson úr FH stökk hæst í hástökki karla með stökki upp á 1,88 metra. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson vann þrístökk karla þegar hann stökk 14,4 metra. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðablik vann stangarstökk kvenna en Karen lyfti sér upp fyrir 3,55 metra í dag. Irma Gunnarsdóttir úr FH tók langstökk kvenna með stökki upp á 5,82 metra. Kast og varp Ásamt því að vinna langstökkið vann Irma einnig kúluvarpið með varpi upp á 12,92 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR vann sleggjukastið með nýju mótsmeti þegar hún kastaði sleggjunni 60,94 metra. Mímir Sigurðsson úr FH vann kringlukast karla með kasti upp á 55,65 metra á meðan Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, vann spjótkastið með 76,61 metra löngu kasti. Hlaup Kolbeinn Hörður Gunnarsson úr FH vann 100 metra hlaup karla með tíma upp á 10,72 sekúndur. Sæmundur Ólafsson, ÍR, vann 400 metra hlaupið á 49,03 sekúndum. Í 800 metra hlaupi var Sindri Magnússon hjá Breiðablik hlutskarpastur á 2 mínútum og 1,27 sekúndu. Valur Elli Valsson, FH, tók svo 3000 metra hlaupið á 9 mínútum 24,64 sekúndum. Hjá konunum var það Júlía Kirstín Jóhannesdóttir, Breiðablik, sem vann 100 metra hlaupið á 12,65 sekúndum. Ísold Sævarsdóttir, úr FH, tók 400 metra hlaupið á 56,89 sekúndum. Í 800 metrunum var það Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, einnig úr FH, sem fór heim með gullið eftir að hafa farið metrana 800 á 2 mínútum og 17,46 sekúndum. Helga Guðný Elíasdóttir hjá ÍR var svo fljótust í 3000 metrunum en Helga fór þá á 11 mínútum og 12,92 sekúndum. Í 110 metra grindahlaupi karla var það Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH sem endaði í efsta sæti á 15,64 sekúndum en í 100 metra grindahlaupi kvenna var María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, hlutskörpust á 14,79 sekúndum. Sveit FH vann 1000 metra boðhlaup kvenna á samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 19,04 sekúndur. ÍR-ingar tóku 1000 metra boðhlaupið karla megin á 1 mínútu og 57,92 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira
FH-ingar unnu flest gullverðlaun á mótinu, alls 12 talsins. ÍR vann 5 gullverðlaun á mótinu en þar á eftir komu Blikar með 3 gull. Sigurvegarar í öllum greinum eru hér að neðan. Stökk Elías Óli Hilmarsson úr FH stökk hæst í hástökki karla með stökki upp á 1,88 metra. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson vann þrístökk karla þegar hann stökk 14,4 metra. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðablik vann stangarstökk kvenna en Karen lyfti sér upp fyrir 3,55 metra í dag. Irma Gunnarsdóttir úr FH tók langstökk kvenna með stökki upp á 5,82 metra. Kast og varp Ásamt því að vinna langstökkið vann Irma einnig kúluvarpið með varpi upp á 12,92 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR vann sleggjukastið með nýju mótsmeti þegar hún kastaði sleggjunni 60,94 metra. Mímir Sigurðsson úr FH vann kringlukast karla með kasti upp á 55,65 metra á meðan Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, vann spjótkastið með 76,61 metra löngu kasti. Hlaup Kolbeinn Hörður Gunnarsson úr FH vann 100 metra hlaup karla með tíma upp á 10,72 sekúndur. Sæmundur Ólafsson, ÍR, vann 400 metra hlaupið á 49,03 sekúndum. Í 800 metra hlaupi var Sindri Magnússon hjá Breiðablik hlutskarpastur á 2 mínútum og 1,27 sekúndu. Valur Elli Valsson, FH, tók svo 3000 metra hlaupið á 9 mínútum 24,64 sekúndum. Hjá konunum var það Júlía Kirstín Jóhannesdóttir, Breiðablik, sem vann 100 metra hlaupið á 12,65 sekúndum. Ísold Sævarsdóttir, úr FH, tók 400 metra hlaupið á 56,89 sekúndum. Í 800 metrunum var það Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, einnig úr FH, sem fór heim með gullið eftir að hafa farið metrana 800 á 2 mínútum og 17,46 sekúndum. Helga Guðný Elíasdóttir hjá ÍR var svo fljótust í 3000 metrunum en Helga fór þá á 11 mínútum og 12,92 sekúndum. Í 110 metra grindahlaupi karla var það Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH sem endaði í efsta sæti á 15,64 sekúndum en í 100 metra grindahlaupi kvenna var María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, hlutskörpust á 14,79 sekúndum. Sveit FH vann 1000 metra boðhlaup kvenna á samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 19,04 sekúndur. ÍR-ingar tóku 1000 metra boðhlaupið karla megin á 1 mínútu og 57,92 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira