Fleiri íþróttamenn hverfa sporlaust í Bretlandi Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 10:30 Pakistaninn Suleman Baloch (blár) í bardaga gegn Shiva Thapa frá Indlandi (rauður) á Samveldisleikunum. Getty Images Alls hefur nú verið lýst eftir 12 íþróttamönnum sem kepptu á bresku Samveldisleikunum í Birmingham en enginn virðist vita hvar þessir íþróttamenn eru niðurkomnir. Samveldisleikarnir (e. Commonwealth Games) eru fjölgreina íþróttamót þar sem lönd sem tilheyrðu áður breska samveldinu keppast í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er þó ekki framúrskarandi árangur eða heimsmet sem hafa gripið flestar fyrirsagnir undanfarið, heldur er það fjöldinn allur af íþróttamönnum sem hafa týnst eða horfið sporlaust eftir þátttöku á mótinu. Lögreglan í Birmingham staðfesti í vikunni að leitað er af tveimur boxurum, Suleman Baloch og Nazeer Ullah Khan frá Pakistan, eftir að þeir gufuðu upp á flugvellinum í Birmingham. „Við vitum af tveimur mannshvörfum, tveir menn sem tóku þátt á leikunum fyrir hönd Pakistana, á aldrinum 22 og 25 ára. Tilkynning barst okkur þann 9. ágúst og við erum að skoða allar vísbendingar, þar á meðal upptökur úr eftirlitsmyndavélum, til að reyna að finna hvar þeir eru niðurkomnir,“ er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Allir íþróttamenn Pakistan af leiknum, að frátöldum Baloch og Khan, hafa snúið aftur til heimalandsins. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að 10 meðlimir úr röðum Sri Lanka virtust hafa yfirgefið herbúðir liðsins í síðustu viku á meðan allur farangur þeirra varð eftir í bækistöðum liðsins í Birmingham. Samveldisleikarnir eru eitt af stærstu fjölgreina íþróttamótum í heimi. Fyrsta samveldisleikamótið fór fram árið 1930 og leikarnir eiga því langa sögu. Í ár fór mótið fram í Birmingham í Englandi og lauk þann 8. ágúst síðastliðin. Box Frjálsar íþróttir Pakistan Bretland Srí Lanka Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Samveldisleikarnir (e. Commonwealth Games) eru fjölgreina íþróttamót þar sem lönd sem tilheyrðu áður breska samveldinu keppast í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er þó ekki framúrskarandi árangur eða heimsmet sem hafa gripið flestar fyrirsagnir undanfarið, heldur er það fjöldinn allur af íþróttamönnum sem hafa týnst eða horfið sporlaust eftir þátttöku á mótinu. Lögreglan í Birmingham staðfesti í vikunni að leitað er af tveimur boxurum, Suleman Baloch og Nazeer Ullah Khan frá Pakistan, eftir að þeir gufuðu upp á flugvellinum í Birmingham. „Við vitum af tveimur mannshvörfum, tveir menn sem tóku þátt á leikunum fyrir hönd Pakistana, á aldrinum 22 og 25 ára. Tilkynning barst okkur þann 9. ágúst og við erum að skoða allar vísbendingar, þar á meðal upptökur úr eftirlitsmyndavélum, til að reyna að finna hvar þeir eru niðurkomnir,“ er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Allir íþróttamenn Pakistan af leiknum, að frátöldum Baloch og Khan, hafa snúið aftur til heimalandsins. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að 10 meðlimir úr röðum Sri Lanka virtust hafa yfirgefið herbúðir liðsins í síðustu viku á meðan allur farangur þeirra varð eftir í bækistöðum liðsins í Birmingham. Samveldisleikarnir eru eitt af stærstu fjölgreina íþróttamótum í heimi. Fyrsta samveldisleikamótið fór fram árið 1930 og leikarnir eiga því langa sögu. Í ár fór mótið fram í Birmingham í Englandi og lauk þann 8. ágúst síðastliðin.
Box Frjálsar íþróttir Pakistan Bretland Srí Lanka Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira