Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 15:54 Sveinn Arnarsson Arnar Grétarsson Úr einkasafni/Vísir/Diego Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag. Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira