Rómversk stórborg fundin, enginn veit hvað hún hét Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. ágúst 2022 14:30 Fornleifafræðingur að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Stevica Mrdja/GettyImages Fornleifafræðingar hafa fundið rústir 2.000 ára stórborgar frá tímum Rómaveldis á Norður-Spáni. Málið þykir hið dularfyllsta því enginn veit hvað borgin hét og engin gögn eru til um hana. Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins. Spánn Fornminjar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins.
Spánn Fornminjar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira