Rómversk stórborg fundin, enginn veit hvað hún hét Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. ágúst 2022 14:30 Fornleifafræðingur að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Stevica Mrdja/GettyImages Fornleifafræðingar hafa fundið rústir 2.000 ára stórborgar frá tímum Rómaveldis á Norður-Spáni. Málið þykir hið dularfyllsta því enginn veit hvað borgin hét og engin gögn eru til um hana. Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins. Spánn Fornminjar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins.
Spánn Fornminjar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira