Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 14:02 Minkurinn skoppaði um bílakjallarann lengi vel og kynnti sér ástandið. skjáskot Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina. Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“ Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“
Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira