Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 14:02 Minkurinn skoppaði um bílakjallarann lengi vel og kynnti sér ástandið. skjáskot Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina. Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“ Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“
Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira