Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 11:58 Lee Jae-yong er gífurlega áhrifamikill í Suður-Kóreu. EPA/KIM MIN-HEE Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap. Suður-Kórea Samsung Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Málið sem um ræðir átti á sínum tíma þátt í að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, hrökklaðist frá völdum. Lee var dæmdur til þrjátíu mánaða fangelsisvistar en hann átti um ár eftir að afplánuninni þegar honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra. Sjá einnig: Samsung-erfinginn á reynslulausn Hann hafði verið dæmdur fyrir að múta forsetanum til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar við samruna tveggja fyrirtækja í Samsung-veldinu sem tryggði yfirráð Lee yfir viðskiptaveldinu. Samsung er gífurlega áhrifamikið fyrirtæki í Suður-Kóreu og ríkið treystir í raun á tekjur frá rekstri þess. Auk Lee verða um 1.700 dæmdir menn náðaðir á mánudaginn en þá hefjast hátíðarhöld þar sem haldið verður upp á það þegar Kórea varð laus undan oki Japans í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuters segir náðun Lee að mestu táknræna þar sem hann hafi þegar verið á reynslulausn. Fréttaveitan hefur þó eftir greinendum að náðunin feli í sér að færri bönd verði á Lee og fjárfestingar Samsung gætu aukist. Þakklátur fyrir náðunina Yonhap fréttaveitan, sem er frá Suður-Kóreu, hefur eftir Lee að hann sé þakklátur fyrir náðunina og muni vinna hörðum höndum til að bæta efnahagsástandið í ríkinu. Verðbólga hefur aukist töluvert þar og dregið hefur úr eftirspurn og neyslu. Meðal annarra auðjöfra sem verða náðaðir eru Shin Dong-bin, formaður Lotte Group, en hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2018 fyrir mútur. Hefð er fyrir því að forsetar Suður-Kóreu náði fólk á hátíðardögum en Yonhap segir áhrifamikla auðjöfra iðulega njóta góðs af þeirri hefð og þá á þeim grundvelli að þeir eigi að hjálpa til við að bæta stöðu hagkerfisins og bæta lífsskilyrði fólks. Talið var að Yoon myndi einnig náða Lee Myung-bak, fyrrverandi forseta, en sá er 81 árs gamall. Hætt var við að náða hann á síðustu stundu, vegna þess hve óvinsæll hann er, samkvæmt Yonhap.
Suður-Kórea Samsung Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira