Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2022 18:42 Hinn 42 ára Bassam al-Sheikh Hussein tók bankastarfsmenn í gíslingu til að geta tekið út sparifé af reikningi sínum. AP/Hussein Malla Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara. Líbanon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara.
Líbanon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira