Líflegt í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2022 09:30 Þessi nýgengni lax veiddist í Kvörninni í Leirvogsá í gær. Þar sáust fleiri laxar. Karl Lúðvíksson Leirvogsá er búin að eiga ágætt sumar og þessa dagana er hún í aldeilis frábæru vatni og það sem meira er að það er töluvert af laxi í henni. Veiðivísir heimsótti Leirvogsá í gær í góðum hóp eina vakt og það er óhætt að segja að áin hafi staðist allar væntingar. Byrjað var neðst í ánni og unnið sig upp eftir en fyrsti laxinn var kominn á land eftir tæpan klukkutíma. Hann veiddist í Kvörninni og var nýgenginn og bjartur en þar slapp annar nokkuð vænn skömmu áður. Það var töluvert líf fyrir neðan þjóðvegsbrú og ekki minnkaði það þegar ofar dró í ánni. Laxar lágu við Stólpa og á breiðunni við Gömlu brú en staðurinn sem var alveg sjóðheitur var Neðri Skrauti en þar kom einn á land og tveir sluppu af. Það var mikið líf þar og laxinn greinilega í ágætu tökustuði. Berghylur geymdi nokkra laxa sem og Birgishylur. Í Einbúa sáust 10-15 laxar sem litu ekki við neinu, alveg sama hvað var boðið upp á. Það er svo frábært að sjá þetta flotta vatn í ánni og lax á öllum stöðum sem rennt var í að það er ekki hægt annað en að öfunda þá sem eiga daga þarna á næstunni. Það er líklega víða hægt að kvarta yfir rólegu sumri en ekki í Leirvogsá. Hún er komin í 298 laxa á tvær stangir, lax er ennþá að ganga og er vel dreifður um ánna sem er í frábæru vatni. Er hægt að biðja um meira? Stangveiði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Veiðivísir heimsótti Leirvogsá í gær í góðum hóp eina vakt og það er óhætt að segja að áin hafi staðist allar væntingar. Byrjað var neðst í ánni og unnið sig upp eftir en fyrsti laxinn var kominn á land eftir tæpan klukkutíma. Hann veiddist í Kvörninni og var nýgenginn og bjartur en þar slapp annar nokkuð vænn skömmu áður. Það var töluvert líf fyrir neðan þjóðvegsbrú og ekki minnkaði það þegar ofar dró í ánni. Laxar lágu við Stólpa og á breiðunni við Gömlu brú en staðurinn sem var alveg sjóðheitur var Neðri Skrauti en þar kom einn á land og tveir sluppu af. Það var mikið líf þar og laxinn greinilega í ágætu tökustuði. Berghylur geymdi nokkra laxa sem og Birgishylur. Í Einbúa sáust 10-15 laxar sem litu ekki við neinu, alveg sama hvað var boðið upp á. Það er svo frábært að sjá þetta flotta vatn í ánni og lax á öllum stöðum sem rennt var í að það er ekki hægt annað en að öfunda þá sem eiga daga þarna á næstunni. Það er líklega víða hægt að kvarta yfir rólegu sumri en ekki í Leirvogsá. Hún er komin í 298 laxa á tvær stangir, lax er ennþá að ganga og er vel dreifður um ánna sem er í frábæru vatni. Er hægt að biðja um meira?
Stangveiði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði