Gefa lítið fyrir vælið í Mosfellingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Sveinn Andri Sveinsson kom lítið við sögu hjá Aftureldingu á þeim tveimur árum sem hann var hjá félaginu. vísir/hulda margrét Þríeykið í Handkastinu gefur lítið fyrir umkvartanir Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar, vegna félagaskipta Sveins Andra Sveinssonar. Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september. Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira
Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september.
Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira