„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 13:30 Sævar Pétursson á góðri stundu. Vísir/Tryggvi KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira