Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 13:01 Kristín Tómasdóttir hvetur foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín í Ráðhúsið á morgun klukkan 8:45, korteri fyrir fund borgarráðs. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01
Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16