Bröndby fær hjálp lögreglu eftir lætin og skemmdarverkin á Parken Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 12:31 Peb Biel og Hákon Arnar Haraldsson fagna einu þriggja marka Biel í 4-1 sigri FCK á Bröndby um helgina. Lars Ronbog/Getty Images Nágrannaliðin og erkifjendurnir FC Kaupmannahöfn og Bröndby mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Líkt og svo oft áður sauð upp úr er Íslendinglið FCK tók á móti sínum fornu fjendum í Bröndby og vann öruggan 4-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira