Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2022 10:29 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Demókrata nota réttarkerfið gegn sér. EPA/TANNEN MAURY Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. Forsetinn tók mikið magn opinberra gagna með sér til Flórída þegar hann yfirgaf Hvíta húsið og þar á meðal voru leynileg gögn. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Sjá einnig: Tók leynileg gögn með sér til Flórída Með réttu hefðu Trump-liðar átt að senda þessi gögn til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. AP fréttaveitan segir rannsókn hafa staðið yfir í nokkra mánuði og að málið snúi að á annan tug kassa sem innihéldu opinber gögn. Trump stendur þar að auki frammi fyrir annarri rannsókn vegna tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og viðleitni hans til að halda völdum og vera áfram forseti. Bandarískir sagnfræðingar segja engin fordæmi fyrir húsleit sem þessari. Alríkislögregla Bandaríkjanna hafi aldrei áður gert atlögu sem þessa, jafnvel ekki í tengslum við Watergate-málið í forsetatíð Richards Nixon. Honum var meinað að taka nokkur gögn úr Hvíta húsinu eftir að hann sagði af sér vegna málsins. Strangar reglur fylgja því að fá heimild fyrir húsleit sem þessari og þurftu rannsakendur að leita til alríkisdómara og sannfæra hann um að glæpur hafi líklega verið framinn og að vísbendingar um þann glæp sé hægt að finna með húsleitinni. Hæst settu embættismenn Dómsmálaráðuneytisins hefðu þurft að samþykkja þessa húsleit, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Sagði sjálfur frá leitinni Trump sjálfur sagði fyrst frá húsleitinni í gærkvöldi og hélt hann því fram að umsátursástand ríkið við Mar-A-Lago og sakaði Demókrata um að vopnvæða réttarkerfið gegn sér. Starfsmenn Trumps sendu strax í gær út fjöldapósta til stuðningsmanna hans um að hann þyrfti fjárhagslega aðstoð til að berjast gegn þessum ofsóknum Sjá einnig: Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Bandamenn Trumps á þingi og innan Repúblikanaflokksins hafa brugðist reiðir við leit FBI og sömuleiðis gefið í skyn að aðgerðir lögreglunnar angi af pólitík, samkvæmt frétt Washington post. Repúblikanar muni rannsaka málið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði til að mynda að aðgerðirnar yrðu rannsakaðar af þinginu, nái Repúblikanar þar meirihluta í þingkosningunum í haust Í stóryrtri yfirlýsingu sem hann birti á Twitter sagði hann Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa verið vopnvætt af pólitíkusum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, ætti að varðveita öll sín gögn og hreinsa dagatalið sitt fyrir rannsóknina. Attorney General Garland: preserve your documents and clear your calendar. pic.twitter.com/dStAjnwbAT— Kevin McCarthy (@GOPLeader) August 9, 2022 Aðrir Repúblikanar hafa slegið á svipaða strengi. Þeirra á meðal Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og Ronna McDaniel, formaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins. Þau hafa bæði sagt húsleitina til marks um aukna „vopnavæðingu“ opinberra stofnanna. Joe Biden, núverandi forseti, sagðist í gær ekki hafa vitað af húsleitinni fyrirfram og Christopher Wray, yfirmaður FBI, var skipaður í embætti af Trump fyrir fimm árum. Það gerði Trump eftir að hann rak James Comey, forvera Wray, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafa margir stuðningsmenn Trumps lýst því yfir á samfélagsmiðlum að borgarastyrjöld sé nú hafin í Bandaríkjunum. Starfsmenn Secret Service, lífverðir Trumps, fyrir utan Mar-A-Lago í gærkvöldi.AP/Terry Renna Segja markmiðið að koma í veg fyrir nýtt framboð Trump og bandamenn hans hafa þar að auki haldið því fram að markmið með þessum aðgerðum gegn forsetanum fyrrverandi sé að koma í veg fyrir að hann bjóði sig aftur fram í kosningunum 2024, eins og hann hefur ítrekað gefið í skyn að hann ætli sér að gera. Lög um varðveitingu opinberra og leynilegra gagna segja meðal annars til um að fólk sem brjóti þau megi ekki gegna opinberum embættum í Bandaríkjunum. Lögin þykja þó loðin og sérfræðingar hafa áður sagt að ólíklegt að þau haldi vatni. Það sé tíundað í stjórnarskrá Bandaríkjanna hverjir séu kjörgengir í Bandaríkjunum og þingið geti ekki gert lög til að breyta því, án þess að gera breytingar á stjórnarskránni. Það kom meðal annars í ljóst þegar Repúblikanar veltu vöngum yfir því hvort Hillary Clinton gæti ekki boðið sig fram til forseta gegn Trump árið 2016, vegna þess að hún hafði notað persónulegan vefþjón fyrir opinbera tölvupósta er hún starfaði sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Vert er þó að taka fram að hún var aldrei ákærð fyrir glæp. Trump krafðist þess þó ítrekað að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir vefþjóninn og gerði hann það að herópi sínu fyrir kosningarnar. Samkvæmt frétt New York Times er hægt að dæma fólk í allt að þriggja ára fanglesi fyrir að brjóta umrædd lög. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03 Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Forsetinn tók mikið magn opinberra gagna með sér til Flórída þegar hann yfirgaf Hvíta húsið og þar á meðal voru leynileg gögn. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Sjá einnig: Tók leynileg gögn með sér til Flórída Með réttu hefðu Trump-liðar átt að senda þessi gögn til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. AP fréttaveitan segir rannsókn hafa staðið yfir í nokkra mánuði og að málið snúi að á annan tug kassa sem innihéldu opinber gögn. Trump stendur þar að auki frammi fyrir annarri rannsókn vegna tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020 og viðleitni hans til að halda völdum og vera áfram forseti. Bandarískir sagnfræðingar segja engin fordæmi fyrir húsleit sem þessari. Alríkislögregla Bandaríkjanna hafi aldrei áður gert atlögu sem þessa, jafnvel ekki í tengslum við Watergate-málið í forsetatíð Richards Nixon. Honum var meinað að taka nokkur gögn úr Hvíta húsinu eftir að hann sagði af sér vegna málsins. Strangar reglur fylgja því að fá heimild fyrir húsleit sem þessari og þurftu rannsakendur að leita til alríkisdómara og sannfæra hann um að glæpur hafi líklega verið framinn og að vísbendingar um þann glæp sé hægt að finna með húsleitinni. Hæst settu embættismenn Dómsmálaráðuneytisins hefðu þurft að samþykkja þessa húsleit, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Sagði sjálfur frá leitinni Trump sjálfur sagði fyrst frá húsleitinni í gærkvöldi og hélt hann því fram að umsátursástand ríkið við Mar-A-Lago og sakaði Demókrata um að vopnvæða réttarkerfið gegn sér. Starfsmenn Trumps sendu strax í gær út fjöldapósta til stuðningsmanna hans um að hann þyrfti fjárhagslega aðstoð til að berjast gegn þessum ofsóknum Sjá einnig: Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Bandamenn Trumps á þingi og innan Repúblikanaflokksins hafa brugðist reiðir við leit FBI og sömuleiðis gefið í skyn að aðgerðir lögreglunnar angi af pólitík, samkvæmt frétt Washington post. Repúblikanar muni rannsaka málið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði til að mynda að aðgerðirnar yrðu rannsakaðar af þinginu, nái Repúblikanar þar meirihluta í þingkosningunum í haust Í stóryrtri yfirlýsingu sem hann birti á Twitter sagði hann Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa verið vopnvætt af pólitíkusum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, ætti að varðveita öll sín gögn og hreinsa dagatalið sitt fyrir rannsóknina. Attorney General Garland: preserve your documents and clear your calendar. pic.twitter.com/dStAjnwbAT— Kevin McCarthy (@GOPLeader) August 9, 2022 Aðrir Repúblikanar hafa slegið á svipaða strengi. Þeirra á meðal Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og Ronna McDaniel, formaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins. Þau hafa bæði sagt húsleitina til marks um aukna „vopnavæðingu“ opinberra stofnanna. Joe Biden, núverandi forseti, sagðist í gær ekki hafa vitað af húsleitinni fyrirfram og Christopher Wray, yfirmaður FBI, var skipaður í embætti af Trump fyrir fimm árum. Það gerði Trump eftir að hann rak James Comey, forvera Wray, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafa margir stuðningsmenn Trumps lýst því yfir á samfélagsmiðlum að borgarastyrjöld sé nú hafin í Bandaríkjunum. Starfsmenn Secret Service, lífverðir Trumps, fyrir utan Mar-A-Lago í gærkvöldi.AP/Terry Renna Segja markmiðið að koma í veg fyrir nýtt framboð Trump og bandamenn hans hafa þar að auki haldið því fram að markmið með þessum aðgerðum gegn forsetanum fyrrverandi sé að koma í veg fyrir að hann bjóði sig aftur fram í kosningunum 2024, eins og hann hefur ítrekað gefið í skyn að hann ætli sér að gera. Lög um varðveitingu opinberra og leynilegra gagna segja meðal annars til um að fólk sem brjóti þau megi ekki gegna opinberum embættum í Bandaríkjunum. Lögin þykja þó loðin og sérfræðingar hafa áður sagt að ólíklegt að þau haldi vatni. Það sé tíundað í stjórnarskrá Bandaríkjanna hverjir séu kjörgengir í Bandaríkjunum og þingið geti ekki gert lög til að breyta því, án þess að gera breytingar á stjórnarskránni. Það kom meðal annars í ljóst þegar Repúblikanar veltu vöngum yfir því hvort Hillary Clinton gæti ekki boðið sig fram til forseta gegn Trump árið 2016, vegna þess að hún hafði notað persónulegan vefþjón fyrir opinbera tölvupósta er hún starfaði sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Vert er þó að taka fram að hún var aldrei ákærð fyrir glæp. Trump krafðist þess þó ítrekað að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir vefþjóninn og gerði hann það að herópi sínu fyrir kosningarnar. Samkvæmt frétt New York Times er hægt að dæma fólk í allt að þriggja ára fanglesi fyrir að brjóta umrædd lög.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03 Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vildi herforingja eins og Hitler Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. 8. ágúst 2022 15:03
Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27. júlí 2022 15:40
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Vitnisburður staðfesti aðgerðarleysi Trump Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim. 22. júlí 2022 11:40