Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 07:30 Það vantaði ekki myndavélar og fjölmiðlamenn þegar Ryan Giggs mætti í Manchester Minshull Street Crown réttarsalinn. AP/Danny Lawson Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara. Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira