Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 12:46 Framhaldsskólar hefjast innan nokkurra vikna og Menntamálastofnun hefur birt gögn um umsóknir í einstaka skóla. Vísir/Hanna Andrésdóttir Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17