Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 12:46 Framhaldsskólar hefjast innan nokkurra vikna og Menntamálastofnun hefur birt gögn um umsóknir í einstaka skóla. Vísir/Hanna Andrésdóttir Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17