Vörur Örnu í Bolungarvík til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 13:32 Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu ásamt Örnu Hálfdánardóttur, markaðsstjóra Örnu og Gunnari Birgissyni, framkvæmdastjóra Reykjavik Creamery. Aðsend Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík gerir það nú gott því útflutningur á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna er hafinn á fullum krafti. Um er að ræða skyr og gríska jógúrt til að byrja með. Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann. Bolungarvík Matur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann.
Bolungarvík Matur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira