Ungi ökumaðurinn hafi fengið gott tiltal Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2022 11:53 Ökumaðurinn var aðeins þrettán ára gamall. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images Þrettán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði laust eftir klukkan fjögur í nótt. Lögregla segir óalgengt að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir af lögreglu en Barnavernd var gert viðvart um málið og það leyst með aðkomu foreldra. Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við. Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við.
Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25