Gasmengun getur verið alvarlegt mál Snorri Másson skrifar 5. ágúst 2022 19:41 Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44