Ten Hag: Cristiano Ronaldo þarf að sanna sig fyrir mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 12:00 Það er enginn séra Jón hjá Erik ten Hag ekki einu sinni Cristiano Ronaldo sem fagnar hér marki fyrir Manchester United á móti Brentford á Old Trafford á síðasta tímabili. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður sögunnar og með mörk og titla á ferilskránni sem gera tilkall til þess að hann sé sá besti sem hefur spilað leikinn. Það dugar honum skammt þegar kemur að nýja knattspyrnustjóranum hans á Old Trafford. Hollendingurinn Erik ten Hag tók við liði Manchester United í sumar og það er enginn séra Jón hjá honum ef marka má nýtt viðtal. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur verið að reyna að komast í burtu frá United í allt sumar en kom í fyrsta sinn við sögu í æfingarleik um helgina. Ronaldo var tekinn út af í hálfleik og yfirgaf Old Trafford áður en leiknum lauk við litlar vinsældir hjá Ten Hag. Ten Hag var spurður út í stöðuna á Ronaldo og það er klárt að portúgalska goðsögnin labbar ekkert inn í liðið hjá honum. Hann þarf að komast í alvöru leikform fyrst. „Ég held að hann geti komist í sitt allra besta form. Hann var bara að byrja undirbúninginn sinn fyrir tímabilið og hann er frábær fótboltamaður. Hann hefur sannað það svo oft,“ sagði Erik ten Hag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Ef Ronaldo ætlar að spila alvöru hlutverk hjá United á komandi tímabili þá þarf að hann standa sig á æfingasvæðinu og komast í sitt besta leikform. „Þú verður aftur á móti alltaf metinn út frá því sem þú ert að skila núna, hvað þú ert að bjóða upp á og hver frammistaðan þín er á þessum tímapunkti. Liðið og Cristiano sjálfur þurfa að sýna það og sanna. Ronaldo þarf að koma sér í form og sanna sig,“ sagði Ten Hag. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Hollendingurinn Erik ten Hag tók við liði Manchester United í sumar og það er enginn séra Jón hjá honum ef marka má nýtt viðtal. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur verið að reyna að komast í burtu frá United í allt sumar en kom í fyrsta sinn við sögu í æfingarleik um helgina. Ronaldo var tekinn út af í hálfleik og yfirgaf Old Trafford áður en leiknum lauk við litlar vinsældir hjá Ten Hag. Ten Hag var spurður út í stöðuna á Ronaldo og það er klárt að portúgalska goðsögnin labbar ekkert inn í liðið hjá honum. Hann þarf að komast í alvöru leikform fyrst. „Ég held að hann geti komist í sitt allra besta form. Hann var bara að byrja undirbúninginn sinn fyrir tímabilið og hann er frábær fótboltamaður. Hann hefur sannað það svo oft,“ sagði Erik ten Hag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Ef Ronaldo ætlar að spila alvöru hlutverk hjá United á komandi tímabili þá þarf að hann standa sig á æfingasvæðinu og komast í sitt besta leikform. „Þú verður aftur á móti alltaf metinn út frá því sem þú ert að skila núna, hvað þú ert að bjóða upp á og hver frammistaðan þín er á þessum tímapunkti. Liðið og Cristiano sjálfur þurfa að sýna það og sanna. Ronaldo þarf að koma sér í form og sanna sig,“ sagði Ten Hag. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira