Furðuðu sig á valdapýramídanum hjá FH: „Þetta er rosalega íslenskt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 12:30 Davíð Þór Viðarsson var aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili, bæði hjá Loga Ólafssyni og Ólafi Jóhannessyni. Eftir tímabilið var hann svo gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. vísir/bára Í Stúkunni í gær furðaði Guðmundur Benediktsson sig á valdapýramídanum hjá FH sem hefur átt afar erfitt sumar. FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Sjá meira
FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Sjá meira