„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 22:48 Alex Jones í dómsal í dag. AP/Briana Sanchez/Austin American-Statesman Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira