Gosið leggst vel í Grindvíkinga Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:14 Ellubúð, söluskáli slysavarnafélagsins Þórkötlu í Grindavík, var settur upp fyrir rúmu ári við göngustíg sem lá að gosstöðvunum. Hann sló í gegn og einn þeirra sem var þakklátur fyrir þjónustuna var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis sem fór ófáar ferðirnar að Fagradalsfjalli. Nú er ballið byrjað á ný. vísir/vilhelm Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. „Jájá, það þýðir ekkert annað. Við tökumst bara á við þetta eins og annað. Þetta er alltaf spennandi. Það er ekki hægt að segja annað. Ég held að þetta sé fínasta staðsetning,“ segir Guðrún Kristín og nefnir að þetta sé fjær Grindavík en fyrra gosið fyrir rúmu ári, sem er gott. En verra sé að þetta sé nær Suðurstrandarveginum. Ellubúð sló í gegn Guðrún segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig fer. „Já, nú er allt að gerast. Við erum að byrja uppá nýtt aftur.“ Fyrir rúmu ári ræddi Vísir við Guðrúnu Kristínu í tilefni af því að Þórkatla hafði komið upp við göngustíginn sem lá að gosstöðvunum við Fagradalsfjall sölugámi sem kallaðist Ellubúð. Þetta var kærkomin þjónusta við þá fjölmörgu sem lögðu leið sína að gosinu og í fjáröflunarskyni fyrir slysavarnadeildina sem nú hefur enn og aftur í mörg horn að líta. Guðrún Kristín segir ekki liggja fyrir hvort Ellubúð taki til starfa á ný. „Við erum nú að undirbúa okkur í húsi björgunarsveitarinnar. Svo verður bara að koma í ljós hvað við gerum við Ellu. Það er aldrei að vita hvað við látum okkur detta í hug.“ Ellubúð var rekin í einn og hálfan mánuð en þá breytti gosið eilítið um stefnu og gönguleiðin lá ekki þar hjá. Ekki var hægt um vik að koma gámnum upp á nýjum stað þá. „Þetta var hrikalega gaman og kannski látum við slag standa ef við höfum tíma og mannskap. Þetta tókst mjög vel og heill hellingur af fólki sem heimsótti okkur.“ Margir fegnir að farið sé að gjósa Guðrún Kristín krossar sig þegar hún er spurð um hversu margir komu við í Ellubúð meðan hún var starfrækt. „Guð minn góður, ég hef ekki hugmynd um það. En við reiknuðum út að það fóru tvöþúsund og fimm hundruð pylsur fyrir utan allt hitt, súkkuklagi og kaffi.“ Guðrún Kristín reiknar með því að nú fari strollan af stað aftur, hún býst jafnvel við því að ferðalangar sem eru áhugasamir um gosið fari af stað strax nú í dag. Hún segir það liggja fyrir að áhrif fyrra gossins hafa verið mikil á Grindavík þó erfitt sé að meta nákvæmlega hvernig en ljóst þó að verslun og þjónusta hafi rokið uppá við. Og Grindvíkingar láta sér hvergi bregða og eru jafnvel ánægðir með eldgosið. „Ég held að það séu margir fegnir því að farið sé að gjósa og losna þá við jarðskjálftanna. Það var alveg komið gott með þá.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Jájá, það þýðir ekkert annað. Við tökumst bara á við þetta eins og annað. Þetta er alltaf spennandi. Það er ekki hægt að segja annað. Ég held að þetta sé fínasta staðsetning,“ segir Guðrún Kristín og nefnir að þetta sé fjær Grindavík en fyrra gosið fyrir rúmu ári, sem er gott. En verra sé að þetta sé nær Suðurstrandarveginum. Ellubúð sló í gegn Guðrún segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig fer. „Já, nú er allt að gerast. Við erum að byrja uppá nýtt aftur.“ Fyrir rúmu ári ræddi Vísir við Guðrúnu Kristínu í tilefni af því að Þórkatla hafði komið upp við göngustíginn sem lá að gosstöðvunum við Fagradalsfjall sölugámi sem kallaðist Ellubúð. Þetta var kærkomin þjónusta við þá fjölmörgu sem lögðu leið sína að gosinu og í fjáröflunarskyni fyrir slysavarnadeildina sem nú hefur enn og aftur í mörg horn að líta. Guðrún Kristín segir ekki liggja fyrir hvort Ellubúð taki til starfa á ný. „Við erum nú að undirbúa okkur í húsi björgunarsveitarinnar. Svo verður bara að koma í ljós hvað við gerum við Ellu. Það er aldrei að vita hvað við látum okkur detta í hug.“ Ellubúð var rekin í einn og hálfan mánuð en þá breytti gosið eilítið um stefnu og gönguleiðin lá ekki þar hjá. Ekki var hægt um vik að koma gámnum upp á nýjum stað þá. „Þetta var hrikalega gaman og kannski látum við slag standa ef við höfum tíma og mannskap. Þetta tókst mjög vel og heill hellingur af fólki sem heimsótti okkur.“ Margir fegnir að farið sé að gjósa Guðrún Kristín krossar sig þegar hún er spurð um hversu margir komu við í Ellubúð meðan hún var starfrækt. „Guð minn góður, ég hef ekki hugmynd um það. En við reiknuðum út að það fóru tvöþúsund og fimm hundruð pylsur fyrir utan allt hitt, súkkuklagi og kaffi.“ Guðrún Kristín reiknar með því að nú fari strollan af stað aftur, hún býst jafnvel við því að ferðalangar sem eru áhugasamir um gosið fari af stað strax nú í dag. Hún segir það liggja fyrir að áhrif fyrra gossins hafa verið mikil á Grindavík þó erfitt sé að meta nákvæmlega hvernig en ljóst þó að verslun og þjónusta hafi rokið uppá við. Og Grindvíkingar láta sér hvergi bregða og eru jafnvel ánægðir með eldgosið. „Ég held að það séu margir fegnir því að farið sé að gjósa og losna þá við jarðskjálftanna. Það var alveg komið gott með þá.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04