Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2022 09:16 Til stóð að Leslie Grace myndi leika Leðurblökustúlkuna. Twitter/Leslie Grace Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni. Hollywood Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ástæða þess að ákveðið hefur verið að gefa myndina aldrei út er sögð vera hversu illa áhorfendur sem fengu að sjá hana fyrir útgáfu tóku henni. Þá hefur New York Post eftir heimildamanni sínum að framleiðsla myndarinnar sé þegar komin langt út fyrir kostnaðaráætlanir. Nýir stjórnendur Warner Bros. með framkvæmdastjórann David Zaslav í fararbroddi hafi ákveðið að bjarga því sem bjargað verður af útlögðum kostnaði, sem sagður er eitt hundrað milljónir dala, með því að gefa myndina ekki út. Hin lítt þekkta Leslie Grace átti að fara með hlutverk aðalpersónunnar. Teiknimyndasögukvikmyndaáhugamenn voru þó spenntari fyrir því að sjá stórleikarann Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins á ný. Þá átti J.K. Simmons að leika Gordon lögreglustjóra og Brendan Fraser illmennið Eldfluguna (e. Firefly). Adil El Arbi og Bilall Fallah leikstýrðu því sem tekið var upp af kvikmyndinni.
Hollywood Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira