Húsnæðisverðslækkanir í kortunum Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Fasteignamarkaður Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun