Henderson segir meðferð United á sér „glæpsamlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. ágúst 2022 23:15 Dean Henderson er ósáttur við meðferðina sem hann fékk hjá United. James Gill - Danehouse/Getty Images Markvörðurinn Dean Henderson fer ekki fögrum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann gekk til liðs við nýliða Nottingham Forest á láni fyrr í sumar og segir meðferð United á sér glæpsamlega. Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira