Pólskur miðill: Verður þetta Stjarnan taka tvö? Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2022 16:45 Víkingur tekur á móti Lech Poznan á fimmtudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Pólski fótboltamiðillinn Gol24 kynnti Víkinga til leiks á vef sínum í dag er hitað var upp fyrir viðureign Víkings við Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöldið í Víkinni. Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira