Ræddi við þrjá fyrrum þjálfara United áður en hann gekk loks til liðs við félagið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2022 22:01 Christian Eriksen hefur oft rætt við forráðamenn United. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen segist hafa rætt um félagsskipti við þrjá fyrrum þjálfara Manchester United áður en hann gekk loks til liðs við félagið í sumar. Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira