Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. ágúst 2022 14:30 Nicola Gratteri saksóknari Getty Images Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi. Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira