Bannað að vísa starfsmönnum á dyr Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. júlí 2022 15:00 Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar