Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 14:01 Greint var frá því í lok janúar 2020 að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað. Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“ ÍR Reykjavík Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“
ÍR Reykjavík Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira