Skorti alvöru aðgerðir frá ríkinu til að bæta nýliðun í grænmetisrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 11:25 Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar bændasamtakanna, segir ríkið þurfa að gera miklu betur til að bæta úr nýliðun í grænmetisrækt. Axel Sæland Formaður Sambands garðyrkjubænda segir lægra hlutfall íslensks grænmetis í verslunum skýrast af skorti á nýliðun. Hann segir of erfitt fyrir nýliða að komast að og að ríkið þurfi bæði að einfalda regluverk og setja meiri pening í nýliðunarsjóði. Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að umfang grænmetisframleiðslu hafi minnkað undanfarinn áratug og hlutfall íslensks grænmetis sé lægra en það var 2010. Af því tilefni kom Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, í Bítið til að ræða um stöðu íslenskrar grænmetisframleiðslu. Axel segir að þetta sé ekki æskileg þróun og að það sé á brattann að sækja á mörgum stöðum í garðyrkjunni, útiræktun fari sérstaklega hallandi. Helstu ástæðurnar fyrir því séu að þau hefðbundnu kynslóðaskipti sem áttu sér stað á bæjum á árum áður séu ekki jafn algeng í dag og sömuleiðis sé nýliðun lítil. Aðspurður hvort það sé engin sérstök örvun af hálfu hins opinbera til að reyna að auka nýliðun segir Axel að 2016 hafi garðyrkjubændur og nýliðar í fyrsta skipti átt möguleika á að sækja um styrk til að fjárfesta í jörðum eða rekstri. Heildarupphæð styrksins sé 140 milljónir en hún nái hins vegar yfir allan búskap. „Þetta er erfitt að sækja og nálgast, þú þarft að uppfylla alls konar skilyrði, skiljanlega, til að geta gengið inn í þetta, en fjármagnið er lítið og kostnaðurinn mikill. Þú þarft að eignast land eða leigja land og fjárfesta í miklum búnaði til að koma þér af stað,“ segir Axel. Vantar ungt fólk í grænmetisræktun Axel segir að eina leiðin til að hækka hlutfall íslensks grænmetis á markaði sé að ungt fólk sjái tækifæri í því að fara í ræktun. Til þess þurfi að búa til skilyrði fyrir það, upplýsa ungt fólk um fæðuöryggi og sýna því hvað sé gefandi að starfa í náttúrunni. „Ísland býður upp á allt, við höfum landið, við höfum jarðveginn og orkuna. Það er allt með okkur og þarf í rauninni bara vilja ríkisins til að standa á bak við okkur í þessu,“ segir Axel. Axel segir að það skorti ekki áhugann, fleiri fari í garðyrkjunám og það sé mikill áhugi neytenda á íslensku grænmeti. Hins vegar sé of erfitt að komast inn í greinina. Býlum hafi fækkað og þau sem eru eftir hafa stækkað, því sé stöðugt erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn. „Við bindum miklar vonir við að það sé að verða ákveðin breyting í hugarfari. En það er ekki bara nóg að tala upp garðyrkjuna í fjölmiðlum, við þurfum að fara í alvöru aðgerðir, hvort sem er á regluverki eða í peningum,“ segir Axel.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira