Stóð af sér vatnavextina Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 10:51 Svona var staðan við brúnna yfir Jökulsá á Sólheimasandi í gær. Vegagerðin Ekki þurfti að loka bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa en á þriðjudag varaði Vegagerðin við því að óljóst væri hvort brúin myndi standa af sér vatnsflauminn. Bjargaði það brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúnna en ráðist var í þær aðgerðir þegar ljóst var í hvað stefndi. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og gaf Veðurstofan úr gula viðvörun vegna þessa. Þá var Vegagerðin með sérstakt eftirlit með brúm og vegum á hringveginum. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi, meðal annars í Jökulsá, Bakkakotsá og Svaðbælisá. Að sögn Vegagerðarinnar hefði vatnið í Jökulsá ekki mátt hækka mikið meira áður en að grípa hefði þurft til frekari aðgerða. „Hefði farvegurinn ekki verið dýpkaður má ætla að hækkunin hefði haldið áfram með sama hraða og rjúfa hefði þurft veginn beggja vegna bráðabirgðabrúarinnar. Til þess kom ekki og er ástandið nú orðið eðlilegt,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Um klukkan 16 þann 26. júlí má sjá lækkunina sem var tilkomin vegna þess að árfarvegurinn var dýpkaður. Síðan hækkar jafnt og þétt þar til það verður skörp hækkun að morgni 27. júlí. Lítið lón fyrir framan sporð Sólheimajökuls tempraði hækkunina lítilega og tafði hana.Vegagerðin Unnið er að smíði nýrrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi og á meðan er umferð beint um hjáleið og umrædda bráðabirgðabrú. Bráðabirgðabrúin er reist á 12 metra löngum stálstaurum sem reknir eru niður í árfarveginn og var því gott svigrúm til að dýpka undir miðri brúnni. Veður Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Bjargaði það brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúnna en ráðist var í þær aðgerðir þegar ljóst var í hvað stefndi. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og gaf Veðurstofan úr gula viðvörun vegna þessa. Þá var Vegagerðin með sérstakt eftirlit með brúm og vegum á hringveginum. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi, meðal annars í Jökulsá, Bakkakotsá og Svaðbælisá. Að sögn Vegagerðarinnar hefði vatnið í Jökulsá ekki mátt hækka mikið meira áður en að grípa hefði þurft til frekari aðgerða. „Hefði farvegurinn ekki verið dýpkaður má ætla að hækkunin hefði haldið áfram með sama hraða og rjúfa hefði þurft veginn beggja vegna bráðabirgðabrúarinnar. Til þess kom ekki og er ástandið nú orðið eðlilegt,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Um klukkan 16 þann 26. júlí má sjá lækkunina sem var tilkomin vegna þess að árfarvegurinn var dýpkaður. Síðan hækkar jafnt og þétt þar til það verður skörp hækkun að morgni 27. júlí. Lítið lón fyrir framan sporð Sólheimajökuls tempraði hækkunina lítilega og tafði hana.Vegagerðin Unnið er að smíði nýrrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi og á meðan er umferð beint um hjáleið og umrædda bráðabirgðabrú. Bráðabirgðabrúin er reist á 12 metra löngum stálstaurum sem reknir eru niður í árfarveginn og var því gott svigrúm til að dýpka undir miðri brúnni.
Veður Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11